Upplýsingatækni

Eiga spjaldtölvur rétt á sér í leikskólum

Í dag haldin ráðstefna á vegum KL í Danmörku þar sem fjallað var um nýja námskrá fyrir leikskóla sem var verið að útbúa í takt við ný lög um leikskóla í Danmörku. Á ráðstefnunni var m.a. umræða um það hvort upplýsingatækni eigi heima í leikskólastarfi, en í nýju námskránni er sérstaklega fjallað um hina stafrænu veröld sem börn í dag eru þátttakendur í og gert ráð fyrir að leikskólarnir vinni með. Danska sjónvarpið fjallaði um málið í gærkvöldi og bauð upp á umræðu með og á móti. Rikke Rosengren rithöfundur og Rudolfsteinarkennari var á móti því að leikskólarnir væru með spjaldtölvur, hún vill að lögð sé meiri áhersla á leikinn og félagslega færni barna. Stine Liv Johansen prófessor við Álaborgarháskóla var ekki sammála og sagði að samkvæmt rannsóknum hefði tilkoma spjaldtölva í leikskólastarfið ekki haft neikvæð áhrif. Spjaldtölvur eru notaðar til þess að auðga leikinn, veita börnum jöfn tækifæri og rannsóknir sýna fram á aukna færni barna í félagslegum samskiptum í dönskum leikskólum. Hægt er að hlusta á rökræður þeirra hér.